10-12 ára smiðjur í desember

 í flokknum: Tían

Kæru foreldrar, við í Tíunni viljum byrja á því að þakka þeim foreldrum sem tóku þátt í ytra mati á félagsmiðstöðinni Tíunni nýverið. Með ykkar hjálp getum við gert starfemi Tíunnar enn betra og hlakkar okkur til að fá niðurstöður úr matinu en það verður eftir áramót. Við munum kynna niðurstöðurnar um leið og þær berast.

Við viljum kynna sérstaklega fyrir ykkur smiðjuna sem er á fimmtudaginn 6. desember en þá ætlar Tían að fara með börnin í Sambíóin. VIð ætlum að horfa saman á jólamyndina The Grinch. Þessi ferð er öllum að kostnaðarlausu og einnig er í boði popp og djús.
Því verður ekki farið í sund þennan dag. Í boði eru 50 sæti og verður farið með rútu frá Tíunni og að sjálfsögðu aftur heim. Síðasta smiðjan fyrir jól er 19. desember og opnum við svo aftur strax eftir áramót.

Ef þið hafið einhverjar spurningar þá er bara að hafa samband við okkur eða kíkja í heimsókn.

Hlýjar kveðjur,

starfsfólk Tíunnar

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt